Upphafssíða2025-06-18T17:23:47+00:00

9. flokkur – Leikjaflokkur – Dagur 3 – Ölver

31. júlí 2025|

Mikið ofboðslega var gaman á 3. degi okkar í Leikjaflokki! Sólin kíkti í heimsókn og gladdi okkur allar, stelpur og starfsfólk. Hefðbundin dagskrá framan af degi, morgunmatur, biblíustund og brennó. Í biblíustundinni fórum við yfir þakklætið, hvað það er mikilvægt [...]

9. flokkur – Leikjaflokkur – Dagur 2 – Ölver

30. júlí 2025|

Dagur 2 í Leikjaflokki var sannarlega fjölbreyttur og skemmtilegur. Rigningin hélt aðeins áfram að stríða okkur en þessar duglegu stelpur létu það þó ekki stoppa sig og höfðust við æ,ðbæði úti og inni við hina ýmsu skemmtilegu dagskrárliði. Eftir morgunmat [...]

9. flokkur – Leikjaflokkur – Dagur 1 – Ölver

29. júlí 2025|

Það var blautur komudagur í Ölveri í gær þegar hressar og kátar stelpur í Leikjaflokki mættu á staðinn. Fyrsta samvera var í matsalnum þar sem farið var yfir það helsta, upplýsingar og reglur sem gott er að hafa á bakvið [...]

8. flokkur – ævintýraflokkur – dagur 4

26. júlí 2025|

Frábær og skemmtilegur dagur hér í Ölveri, stelpurnar fengu að sofa hálftíma lengur, svo héldu þær í hefðbundna morgundagskrá, morgunmat, fánahyllingu, biblíulestur og brennó. Í hádegismat var boðið steiktan fisk með kartöflum og kokteilsósu. Næst var haldin hæfileikakeppni þar sem [...]

8. flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 3

25. júlí 2025|

Stelpurnar voru vaktar klukkan 9:00 með tónlist og fóru síðan í morgunmat, fánahyllingu, biblíulestur og brennó. Í hádegismatinn var lasanja með steiktum kartöflum sem allar borðuðu vel af áður en var haldið út í ratleik um svæðið þar sem stelpurnar [...]

8. flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 2

24. júlí 2025|

Þá er fyrsti heili dagurinn okkar hérna í Ölveri búinn og var hann heldur betur skemmtilegur. Stelpurnar voru vaktar af foringjum klæddum í öllum regnboganslitum enda var þema dagsins Regnboginn, það var meira að segja boðið uppá bláan hafragraut í [...]

8. flokkur – Ævintýraflokkur – Dagur 1

23. júlí 2025|

Hér í Ölveri er núna fullur flokkkur af hressum og kátum stelpum og frábært starfsfólk. Við hittumst fyrst allar inn í matsal þar sem við fórum yfir helstu reglur og skiptum okkur upp í herbergi. Þegar allar höfðu komið sér [...]

6. flokkur – Unglingaflokkur – Dagur 6

17. júlí 2025|

Síðasta heila daginn í Ölveri köllum við veisludag. Veðrið hélt áfram að leika við okkur og fengu stelpurnar aftur að sofa hálftíma lengur en vanalega. Í framhaldi tók við hefðbundin morundagskrá. Á biblíulestri ræddum við um þakklæti og í lokin [...]

Fara efst